SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Sri Chinmoy maraþonliðið

„Hlaup hjálpa okkur töluvert. Hlaup er stöðug hreyfing. Vegna hlaupa okkar finnum við fyrir því að það er markmið - ekki aðeins ytra markmið heldur líka innra markmið. “

Sri Chinmoy

Sri Chinmoy maraþon í Rockland garðinum, New York fylki.

Sri Chinmoy stofnaði maraþonliðið árið 1977 sem þjónustu við samfélag hlaupara og til að vekja athygli á íþróttum sem leið til andlegs þroska.

Með árunum hefur Sri Chinmoy maraþonliðið orðið stærsti stuðningsaðili ofurhlaupa og staðið að framkvæmd á maraþonhlaupum, þríþrautum, íþróttamótum, lengri sundviðburðum og meistarakeppni í frjálsum íþróttum. Á fyrstu árum starfseminnar skapaðist sú hefð að bjóða þátttakendum uppá veitingar eftir hvert hlaup, drykkjarföng á meðan á hlaupinu stendur og verðlaun fyrir alla aldurshópa, alveg upp í 70 ára og eldri.

Heimspeki liðsins

Sri Chinmoy trúði því að íþróttir og andlegur þroski færi vel saman. Viðburðir sem maraþonliðið skipuleggja gefa þátttakendur tækifæri til að sigrast á takmörkunum sínum og öðlast ánægju af því að efla eigin getu.

Video
Viðtal við Sri Chinmoy um andlega heimspeki langhlaupa, tekið á meðan 6 og 10 daga hlaup fór fram í New York.

Þekktir viðburðir

  • Sri Chinmoy Self-Transcendence 3100 Mile Race er lengsta hlaupið á vegum maraþonliðsins. New York Times lýsti því sem “Hæsta tindi ofurhlaupa”. Hlaupið hefur verið haldið árlega síðan 1997 í Queens, New York. Hlauparar þurfa að hlaupa að meðaltali 95 km á dag til að ljúka hlaupinu innan 52 daga takmarksins.
Video
Viðtal við Jayasalini Abramovskikh frá Russlandi sem lauk hlaupinu árið 2014
  • Sri Chinmoy sex- og tíu daga hlaup Tvö ofurhlaup sem fram fara samtímis í New York. Þetta er einn helsti viðburður í bandaríska ofurhlaupadagatalinu.
  • Sundkeppni í Zürichvatninu. Vinsæl 26 km sundkeppni eftir endilöngu Zürichvatni. Margir þeirra sem þreytt hafa sund yfir Ermarsundið hafa notað þessa keppni sem hluta af undirbúningi sínum.
  • Sri Chinmoy þreföld þríþraut. Þrjár utanvega-þríþrautir hver í framhaldi af annarri. Þrautin tekur keppendur í gegnum alla borgina Canberra í Ástralíu.

Á Íslandi er skipulagt 5 km Vatnsmýrarhlaup í ágúst ár hvert.

Liðsmenn okkar

Liðsmenn Sri Chinmoy maraþonliðsins hafa skarað fram úr í hlaupum, hjólreiðum og sundi og eru þar á meðal nokkrir landsmethafar og mörg heimsmet hafa verið sett í þessum keppnum.

  • Liðsmenn maraþonliðsins hafa synt yfir Ermarsundið 45 sinnum, næst oftast af öllum liðum.
Video
Abhejali Bernardova frá Tékklandi synti Ermarsundið árið 2011.
  • Dipali Cunningham, frá Ástralíu setti heimsmet kvenna í 6 daga hlaupi; hljóp 513 mílur árið 2009, þá 53 ára að aldri.
  • Ashprihanal Aalto, frá Finnlandi, á metið í 3100 mílna hlaupinu sem hann lauk á 40 dögum og 9 klukkustundum. Hann hefur lokið hlaupinu alls 15 sinnum.