SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Þjónusta

Sri Chinmoy stofnaði fjölmörg andlega-, manningarlega-, og þjónustadagskrár sem leiðir saman fólk úr öllum áttum með sama markmið - heimseining. Sri Chinmoy fannst að það væri djúp tenging milli hugleiðslar í hjartanu og þjónustu heimsins.

Þessar dagskrár halda áfram í dag í Sri Chinmoy setrinu, bæði á Íslandi og viða um heim.

Video

Ef við biðjum og hugleiðum verðum við þess áskynja að Guð býr í öllum mönnum, að Hann er lifandi veruleiki. Vissulega er Guð alls staðar og í öllu en ef við biðjum og hugleiðum breytist þessi vitsmunalega trú í ósvikinn, lifandi sannleik fyrir okkur. Þegar þannig er komið þjónum við hverjum og einum fyrir þær sakir að við vitum og skynjum að Guð er innra með honum.

Sri Chinmoy
Meira: Að elska og þjóna heiminn

Sri Chinmoy truði að andleg ástundun sé ekki flótti frá lífinu, heldur leið til að bæta það.

Þótt þú lifir andlegu lífi þýðir það ekki að þú sitjir stöðugt og hugleiðir með lokuð augun. Ef þú getur haft það á tilfinningunni, þegar þú aðhefst eitthvað í ytra lífinu, að þú sért að gera það fyrir Guð, verður allt sem þú gerir hluti af þínu andlega lífi. Að öðrum kosti finnst þér þú eingöngu vera að gera rétt þegar þú hugleiðir og þess utan ertu vansæll. Vinna helguð Guðdómnum er líka viss tegund hugleiðslu.


Hlotnast þér mikil gleði ef þér getur fundist að þú sért að gera eitthvað vegna þess að þú varst beðinn um það innanfrá. Þú ert ekki gerandinn heldur aðeins trúfast verkfæri sem þjónar æðri veruleika. Ef þú getur fundið þetta ertu alltaf ánægður hvað sem þú gerir. Þótt þú sért að vinna vélræn störf, vitræn störf eða störf, sem eru algjörlega andlaus, færa þau þér samt mikinn fögnuð af því að þú ert að þjóna æðra málefni.

Þér þarf að skiljast að þú getur fundið návist Guðs í öllu sem þú gerir. Ef þú getur verið meðvitaður um Guð á meðan þú leysir eitthvert verk — hvort sem það er að þrífa, elda eða að sinna annarri vinnu — mun þér finnast að Guð sé kominn inn í það sem þú ert að gera. Finnirðu nærveru Guðs í athöfnum þínum er allt sem þú gerir með Guði og fyrir Guð. Ef þú getur haldið vitund þinni á háu sviði á meðan þú ert að vinna og viðhaldið friði hugans, er sjálf vinnan þín raunverulega eitt form hugleiðslu.

Sri Chinmoy


Sri Chinmoy setrið

Innblásnir af kenningum Sri Chinmoy og lífsstíl, hafa nemendur hans stofnað margar Sri Chinmoy miðstöðvar víðsvegar um heiminn.

Ef kviknað hefur áhugi hjá þér að læra hugleiðslu, vinsamlegast hafðu samband við okkur á hugleidsla.org.